1.2.2008 | 09:18
Af kaffi, litla iðnaðarráðherranum, Sirkus, Lilla apa og tippi.
föstudagsgreininni fjallar Bryndís Björgvinsdóttir um sjálhverf kaffihús, kókómjólkurbílinn í mótorsportinu og þúsund milljón húðsnyrtivörur. „Hversu mikið æði er Ísland, Jón Ólafsson?“ – Eins og hversu margir dollarar? Eins og þúsund milljón pulsur? Eins og sautján farmar af húðsnyrtivörum?
Þessu verður ekki auðsvarað. En eitt er víst. Einhverjum, sem ræður, finnst Sirkus, sem allt það sem staðurinn fyrir utan húsið, ekki vera neitt neitt. Þessi einhver horfir á húsið… og hugsar með sér… „Hmm… þetta hús er svona álíka verðmæt og sjö pulsur… rífum það og byggjum eitthvað meira… eitthvað á sömu lóð…
Ég vil lesa meira um allt þetta
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Tvennt til Brissunnar, því hún er svo sniðug og gerir aldrei skissurnar:
"siðlausar aðferðir Starbucks til að taka yfir heiminn" - það hefði verið fínt að fá rök fyrir þessu. Er þetta svona 'let them deny it' staðhæfing, eða má gera ráð fyrir því að franchise fyrirtæki sem poppar upp nýjum verslunum eins og Tiger poppar golfkúlum hljóti að vilja taka yfir heiminn. Er það kannski glæpur að taka ekki fullan þátt í fair-trade hugsjóninni?
Úbbí búbbí, ég er svo frjáls andi, með ógreitt hár og kaffið mitt er með upprunavottorð frá Carlos Mendrez frá Gvatemala, skórnir mínir eru úr endurunnum tölvuskjám og ég drekk bara rigningarvatn *flaut flaut flaut*.
--- og af hverju er enginn búinn að tala við eiganda hússins sem hýsir Sirkus? Er það bara eitthvert ósýnilegt afl sem ákvað að rífa öll hús sem ekki yrðu friðuð með undirskriftarlistum og aumingjapartýjum?
Halli (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 11:33
hæ Halli - töff rím hjá þér!
siðlaustar aðferðir Starbucks er fengið frá manninum sem sat við hliðina á mér á kaffihúsinu í NY og er kannski meira til að lýsa stemmaranum, stemmaranum sem þú lýsir með því að segjast drekka rigningarvatn. Stemmaranum sem á sér stað þegar fólk er að segja hvort öðru að Starbucks drepi niður eldri kaffihús með því að opna við hlið þeirra og bjóða upp á ódýrara kaffi á meðan eldri kaffihúsin fara á hausinn, og þá hækkar Starbucks verðið skyndilega. Þetta hef ég margoft heyrt frá fólki sem finnst þetta raunverulega, og finnst þetta raunverulega vera siðluast, sama hversu mikill fótur er fyrir svona sögum eða ekki. (Reyndar sá ég þetta sjálf gerast einu sinni, en það er nú bara eitt dæmi - eflaust er hægt að finna margt um þetta á netinu, allt frá orðrómi upp í konkret dæmi).
Eru til skór úr endurunnum tölvusjám í alvörunni? Og er Charlos Mendez ekki hafnaboltaleikari frá Venezuela?
Ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara í þessum kafla, eða jú, mig grunar að þetta eigi að vera lýsingin á þeim sem finnst Starbucks ekki óaðfinnanlegt... sniðugur kafli! Svolítið extreme... en ég fíla það þannig.
Þetta með ósýnilega aflið er reyndar svolítið merkilegt. Ég hef tekið viðtöl við hátt í 10 manns sem berjast fyrir friðun húsana og þau segja öll að þeir sem vilji rífa séu "einhverjir" sem hafi í raun engin ákveðin andlit eða sérnöfn. Vertakar, menn í vinnu, pólitíkusar sem koma og fara óvenju hratt þessa dagana. Huldumenn, sem erfitt sé að komast að hverjir eru og því enn erfiðara að ná í.
bæ Halli - Brissan
Bryndís (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:42
"...enda er kaffibaunin sem slík miklu skemmtilegra umræðuefni heldur en kjör kaffibaunabænda og siðlausar aðferðir Starbucks til að taka yfir heiminn".
þetta er setningn annars Halli. Að kaffibaunir séu skemmtilegra umræðuefni en hitt. Og mér finnst það enn þá.
Bryndís (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.