Skemmt brauð í boði?

soup-kitchen.jpgHáskóli Íslands er munaðarleysingi sem fáir hafa sett undir sinn verndarvæng undanfarið. Hann hefur staðið við borðið í súpueldhúsinu og þegið skammarlega lágan skammt á meðan sultarólin hefur verið hert í þeim tilgangi að krafan umskólagjöld berist innan frá. Elín Ósk Helgadóttir spyr hvort félagshyggjuflokkurinn í ríkisstjórn ætli að láta það viðgangast að tekin verði upp skólagjöld í ríkisháskólum: Fráfarandi ríkisstjórnarflokkur hélt í bremsuna og stýrði bátnum frá þessari ákvörðun en það er tilfinning mín að nýi ríkistjórnarflokkurinn, félagshyggjuflokkurinn sé búinn að klippa á bremsurnar.

 

Lesa meira um súpueldhúsið og Háskólann... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Háskóli Íslands hefur verið búrtík stjórnvalda svo lengi sem ég man og góflað í sig öllum þeim kræsingum sem þar hefur verið að finna.

Hæfniskröfur til kandidata hafa birst þjóðinni í vinnubrögðum þeirra og útkoman er vægast sagt aum.

Sprenglærðir af teorium ryðjast þessir moðhausar á vettvang þjóðarumræðunnar, misjafnlega mæltir á íslenska tungu og boða hinn eina sannleika í hverju deilumálinu af öðru.

Undantekningar frá þessu eru auðvitað fjölmargar og það er ekki einleikið hvað ég gleðst þegar ég verð vitni að einhverju slíku.

Hversu marga stjórnmálafræðinga og nema í stjórnmálafræði þurfum við til að þeysa fram á ritvöllinn eða á bylgjur ljósvakans til að segja ekki það sem þeir ættu að segja, en það er eftirfarandi:

Ég er fífl og lærði að verða það í Háskólanum!

Og svo er urmull af þessu liði inni á Alþingi.

Árni Gunnarsson, 22.10.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband