19.10.2007 | 10:29
Friðarverðlaun Nóbels og afneitunarsinnar
Nýlega voru Al Gore og Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tilnefnd friðarverðlaun Nóbels. Ekki eru allir á eitt sáttir með val dómnefndarinnar og helst eru þeir svekktir sem hafna því að loftslagsbreytingar eigi sér stað. Pétur Ólafsson fjallar um tilnefningu Gores og efahyggjumenn: An Inconvenient Truth hlaut Óskarsverðlaun og nú hefur Al Gore sjálfur fengið tilnefningu norsku nóbelsnefndarinnar til friðarverðlauna. Enn heyrast þó raddir sem bölva því að allt í einu sé búið að viðurkenna að loftslagsbreytingar séu mikið til af mannavöldum að þær hafi umbreyst í pólitíska rétthugsun.
Ég vil endilega lesa meira um afneitun loftslagsbreytinga....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Það eru fáir sem hafna því að loftslagsbreyting eigi sér stað, hinsvegar hafa margir efasemdir um að þróunin sé af mannavöldum og hafa fyrir því ýmis rök m.a. margir af helstu loftslagssérfræðingum heimsins, enda hafa slíkar loftslagsbreytingar oft átt sér stað áður í jarðarsögunni.
Stefán (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:50
Það er ljóst, að við erum á hlýnunarskeiði, sem hefur verið allt frá um 1980. Hlýnunin virðist þó hafa stöðvast um 1998, því að síðan hefur ekki hlýnað í Bandaríkjunum, þar sem mælingar eru fullkomnastar (en sums staðar kólnar, t. d. á Suðurhvelinu, og annars staðar hlýnar, t. d. í Evrópu). Hlýnunin síðustu öldina nemur þó ekki nema 0,7 hitastigum. Það er líka ljóst, að koltvísýringur í andrúmslofti hefur aukist um rösk 30%. Til er sennileg kenning um samband þessa tvenns. Eitthvað getur því verið til í hlýnunarkenningunni. En á meðan við getum ekki einu sinni sagt með vissu til um veðrið eftir viku og því síður stjórnað því, getum við ekki haft neina stjórn á loftslaginu. Við mennirnir höfum hins vegar langa reynslu í að laga okkur að því. Hvar er váin? Og hvað á að gera við henni, ef hún er til? Umhverfisöfgamenn eru of óðamála og andstuttir til að geta svarað því. HHG
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 22.10.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.