30.7.2007 | 09:51
Harry Potter og leiðinlegar skáldsögur
Föstudagskvöldið 20. júlí klukkan 23:01 var hundruðum aðdáenda hleypt inn í helstu bókabúðir Reykjavíkur til þess að ná sér í eintak af nýjustu Harry Potter bókinni. Gríðarleg auglýsingaherferð var búin að byggja upp mikla eftirvæntingu vegna bókarinnar. Það var reyndar ekki erfitt þar sem um var að ræða sjöundu og síðustu bókina og í henni áttu örlög þessa fræga galdradrengs að ráðast. En það voru ekki allir jafn ánægðir með hann Harry Potter. Þórir Hrafn Gunnarsson ákvað að skrifa þennan mánudagspistil um hverjir voru svona óánægðir með hann, af hverju þeir voru það og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér að þeir hafi verið svona fúlir. Sú staðreynd að bækurnar eru aðgengilegar fyrir aðdáendur þeirra og að þeim finnist þær beinlínis skemmtilegar, virðist nefnilega vera í eðli sínu slæm samkvæmt ákveðnum hópi manna. Þessir gagnrýnendur virðast nefnilega telja að góð skáldsaga eigi að vera ögrandi, erfið, helst soldið leiðinleg og umfram allt ekki vinsæl.
Hvernig spyrðu? Auðvitað vil ég lesa meira um Harry Potter og vonda fólkið sem þolir hann ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 124256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Athugasemdir
Það er dálítið srkýtið að margir þeirra sem eru hve duglegastir að hallmæla Harry Potter bókunum, hafa alldrei lesið þær. Man meira að segja eftir umræðuþætti um HP í sænska sjónvarpinu, þar sem kona nokkur fann þessum bókum allt til foráttu. Í lok þáttarins, kom svo í ljós að hún hafði ekki lesið eina einustu HP bók. Mig langar til að spyrja spekingana hvað þarf barnabók og unglingabók að hafa til að kallast góð?
Ásta Kristín Norrman, 30.7.2007 kl. 12:04
Orðalag á við dýrt kveðna vísu og söguþráð úti í hafsauga?
Elías Halldór Ágústsson, 30.7.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.