Sannleikurinn um íhaldssamt kristið fólk

Íhaldssamt kristið fólk í Bandaríkjunum er eitthvað sem nær allir hrista hausinn yfir. Vandamálið er hinsvegar að það sem menn hrista höfuðið yfir er í raun ekki til. Myndin sem er teiknuð upp er ekki fullkomlega sönn, eða í það minnsta ákaflega afskræmd.

Lesa meira...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

"Erfitt er að segja af hverju íhaldskristnir mótmælendur hafa verið málaðir svo öfgafullum og sterkum litum. Að vissu leyti hentar það okkur að einfalda hlutina þegar við fjöllum um þá." 

umm, maður horfir á mynd einsog Jesus Camp og missir alla trú á þessu liði.... hehe nei, annars, þá hafa tugir ef ekki hundruðir einstaklinga á einhvernhátt lýst yfir áhyggjum sínum af einhverjum baráttumálum eða einhverri hegðun evangelískra söfnuða eða áhangenda þeirra hvað varðar ýmislegt samfélagslegt í Ameríku undanfarin ár, og sá sem kvartar virkar með viti en hinir kristnu virka ruglaðir. Þetta eru fordómar sem urðu ekki til í tómarúmi en jú, maður vonar náttúrulega að þetta sér allt misskilningur og að þetta sé ekki eins slæmt og það virðist.

Ég hef séð nokkrar heimildamyndir um þetta, m.a eina sem snerist um háskóla sem er bara fyrir sannkristna og frelsaða. Fólkið í honum marserar beint inní stjórnkerfið í washington, amk meðan repúblikanarnir halda völdum. Þetta var frekar rosalegt. Þetta er einmitt fólkið sem er búið að senda til Írak í allskonar valdastöður og svo kemur uppúr krafsinu að enginn kann arabísku né veit neitt um innviði kerfisins eða hvað þeir eiga að vera að gera þar! svo lætur þessi hópur börnin sín ekki fara í skóla, aðeins um 20% evangelískra kristinna gerir það. Heima er þeim kennt allskyns vitleysa og furðufræði. Þannig að þetta er ekki afskræmd mynd, bókin er miklu frekar afskræmd mynd svona miðað við allt sem aðrar heimildir hafa sagt manni undanfarin 10 ár meðan þessi þróun hefur verið hvað hröðust. en ég hef ekki lesið hans...

halkatla, 24.1.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband