Hinir arflausu óvíkingar

Forsíðan olli fjaðrafoki sérstaklega vegna umræðu um það að svört kona í íslenskum búningi gæti mögulega verið óvirðing við búninginn á einhvern hátt. Hann skoðar þetta út frá við og hinir orðræðunni. Þar sem að búningurinn virðist augljóslega vera eign okkar hlýst sú óvirðing sem felst í því að að hinir fari í hann af því að það rjúfi mörkin á milli okkar og hinna.

Lesa meira... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

"Ummæli sem þessi eru ekki einsdæmi en fræðimenn hafa bent á að með orðum sem þessum sé verið að ýta undir mjög einfeldningslegan söguskilning á Íslandssögunni og breiða yfir ýmsar og mótsagnir og misfellur. Þessi söguskoðun sem byggir m.a. á að telja sér trú um að Íslendingum sé í blóð bornir eðliskostir sem rekja megi aftur til fyrstu landnámsmannanna. Þá má því spyrja sig hvort einhverjir Íslendingar séu útilokaðir úr þessari við erum frábær orðræðu, hugsanlega þeir sem ekki geta rakið ættir sínar aftur til landnámsmanna Íslands?"

amk tveir landnámsmenn hérna voru svartir, þ.e.a.s húðlitur þeirra var það en kynþáttur ekki , þeir voru með viðurnefnið heljarskinn útaf þessu og þóttu ekki sérlega fagrir en þeir þóttu uppfullir af mannkostum og urðu helstu fyrirmenni Íslands á landnámsöld. Þeir þurftu að berjast við fordóma frá fæðingu og misstu næstum föðurarfinn útaf húðlitnum. Þetta eru nokkuð merkilegar klausur í Landnámu, en á landnámsöld var Ísland einstaklega fjölmenningarlegt samfélag, þetta er vannýttur kafli í sögunni til þess að vera stoltur af.  

halkatla, 24.1.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband