Færsluflokkur: Lífstíll

Mín skoðun: Hey! Hey! Hér er ég! Já… Þessi hér!

myspace-friends2.JPGTjáningarfrelsið er ein af grunnstoðum lýðræðislegs samfélags. En í dag tekur Bryndís Björgvinsdóttir, menningar(hálf)viti og pistlahöfundur Vefritsins til skoðunar hvort það geti verið að þróast í orm sem gleypir sjálfan sig. Sem dæmi tekur hún Moggabloggið: “Fólk tengir bloggin sín við fréttir þó svo það hafi ekkert til málanna að leggja, nema kannski eins og nokkra broskalla. Fólk tengir til þess að láta ljós sitt skína, fá fleiri heimsóknir og sýna fleirum passamyndina af sér í horninu. Aðrir hafa kannski eitthvað við fréttina að bæta eða athuga. Þeir drukkna gjarnan í broskallaflóði.

 

Lesa meira...


Þú ert maður ársins

Forsíða TimeÍ grein dagsins fjallar Lára Jónasdóttir um óvenjulega tilnefningu Time Magazine á manni ársins 2006 og þá gríðarstóru félagslegu tilraun sem á sér stað á hverjum degi á öldum internetsins. Segir meðal annars í greininni: ,,Þegar fjallað er um Netið og kraftinn sem býr að baki er ekki verið fjalla um Netið sem hefur þróast með ógnarhraða frá dot com æðinu sem skók heiminn fyrir aldamót. Það er verið að tala um Web 2.0 sem er hugmynd um aukna gagnvirkni á vefnum og notendur stjórni og framkvæmi í auknu mæli. Þó er ekki talað um að á undan Web 2.0 hafi verið Web 1.0, heldur var þetta hugmynd að nafni sem sýndi fólki að færa eigi Netið á hærra plan."

Lesa meira...


Af róbotisma

Fastir í róbótismaÍ grein dagsins fjalla Eva Bjarnadóttir og Styrmir Goðason um róbótisma í fyrirtækjum og í lífinu sjálfu. Meðal þess sem segir í greininni er: „Það má þó ekki gleyma því að, þótt það hjálpi samfélagi okkar að fyrirtæki að hagnist, þá þjóna þau öðrum mikilvægum, samfélagslegum tilgangi – þau eru vinnustaðurinn okkar og þau sjá okkur fyrir allri þjónustu sem við sækjum.“ Lesa meira...


Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband