Í grein dagsins fjallar Pétur Ólafsson um einkavæðingu og hætturnar sem fylgja því að alhæfa um tilfallandi kosti hennar eða galla. Segir meðal annars í greininni: ,,En, því miður, er einkavæðing ekki alltaf svarið. Blind trú hægri manna á hana getur því verið mjög hættuleg almannahagsmunum. Oft heyrir maður sem rök fyrir einkavæðingu að fólk fari betur með eigið fé en annarra og þar af leiðandi ættu einkaaðilar að eiga og reka sem flestar gamlar ríkisstofnanir. En hvar á að hætta? Hversu langt á að ganga? Á að einkavæða Háskóla, fjarskiptastofnanir, bókasöfn, banka, flugvelli, brýr, göng, vegi, sjúkrahús, fangelsi, slökkvilið og lögreglu?
Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.3.2008 | 09:56
Evrópudómstóll götunnar
Tal margra stjórnmálamanna er enn á plani Evrópudómstóls götunnar að mati Steindórs Grétars Jónssonar sem fjallar um Evrópumál í grein dagsins. ,,Tillögur um upptöku svissnesks franka, norskrar krónu eða norrænnar krónur eru enn önnur leið til að þyrla upp ryki og hunsa þau verkefni sem standa frammi fyrir íslenskum stjórnmálamönnum. Á meðan ríflega helmingur utanríkisviðskipta Íslands eru við Evru-ríki er upptaka annars gjaldmiðils en Evru tómt mál að tala um.
Já, ég vil svo sannarlega lesa um útúrsnúninga og Evrópuumræðu!
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 09:58
Idiotar – heima og á bæjartorginu og orðið pólitík í kristnum skilningi
Er hægt að gera greinarmun á gildum og lífssýn annars vegar og pólitík hins vegar? Í grein dagsins veltir Grétar Halldór Gunnarsson þeirri tilhneigingu fyrir sér. Þær manneskjur sem höfðu að öllu jöfnu ekki aðgang að ekklesia (hinum opinbera vettvangi) voru konur, þrælar, útlendingar, listamenn, fátækir og afskræmdir. Þau voru sjálfkrafa álitin bundin við sitt eigið svið og þar með pólitískt áhrifaleysi.
13.3.2008 | 12:07
Fæst friður með aðskildum ríkjum Ísraels og Palestínu? – seinni hluti
12.3.2008 | 15:32
Fæst friður með aðskildum ríkjum Ísraels og Palestínu? – fyrri hluti
Enn einu sinni rignir yfir okkur fréttum af hörmungum fyrir botni Miðjarðarhafs. Gasaströndinni er haldið í herkví og enginn sér fyrir endann á stríðsátökum milli Ísraela og Palestínumanna sem þar búa. Anna Tryggvadóttir tekur í grein sinni fyrir mismunandi nálganir að lausn deilunnar, fyrst tveggja ríka lausn deilunnar, sem er viðurkennt markmið alþjóðasamfélagsins. Seinni hluti greinarinnar verður birtur á Vefritinu síðar en þar verður hugmyndin um sameinað ríki Ísraela og Palestínumanna rædd.
Já, ég vil lesa meira um Ísrael og Palestínu!
![]() |
Hamas setur skilyrði fyrir vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2008 | 10:08
Amazon, fjarlægðin og skatturinn
Aðgengi Íslendinga að erlendum bókum hefur gjörbreyst nú þegar óteljandi titlar standa til boða í netverslunum á borð við Amazon. Þórir Hrafn Gunnarsson rekur í grein dagsins ýmsar hindranir og kostnað sem íslenskir bókaunnendur rekast þó á við kaup á bókum á netinu: Þegar 1000 króna bókin er loksins komin hendurnar á viðskiptavininum þá kostar hún 2215 krónur. Hún hefur sumsé meira en tvöfaldast í verði á leiðinni frá Bretlandi til Íslands.
Já! Ég vil svo sannarlega lesa meira um Amazon, fræðimennskuna og skattpíninguna.
10.3.2008 | 09:51
Viðreisnarvon
Ég er eflaust að bera í bakkafullan lækinn með því að taka borgarmálin áfram á dagskrá. Fólk er farið að sætta sig við orðinn hlut og ekki vil ég vaða uppi með leiðindi sem koma engum við. Íslenska minnið er svo skemmtilegt minni í íslenskri sögu. Agnar Burgess ræðir í grein dagsins íslenskt lýðræði, úrslit Málsins og athyglisverð ummæli formanns ÍTR
9.3.2008 | 14:44
Viðhorfið þarf að breytast
Umræðan um að gera vestari hluta Reykjavíkur að borg aftur hefur verið áberandi undanfarna daga einkum vegna samkeppninnar um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Styrmir Goðason tekur í grein dagsins dæmi um tvær götur í gamla vesturbænum sem ekki fyrir svo löngu síðan myndaði samfélag þar sem íbúarnir bjuggu, unnu og sóttu þjónustu:
. enda eru til þeir Reykvíkingar sem kjósa og þrá að búa í borgasamfélagi sem einkennist af samspili íbúða, verslana, þjónustu, góðra almenningssamgangna og almennum kumpánlegheitum sem slíkri dínamík fylgir.
7.3.2008 | 09:17
Er í tísku að hata femínista?
Á tilkynningatöflu í VR-II, húsi verkfræðideildar Háskóla Íslands, hangir eins og víðar á háskólasvæðinu bleikt veggspjald með skilaboðunum: Er í tísku að hata femínista? Veggspjaldið starar sínum bleiku augum ögrandi framan í verkfræðinga framtíðar og vonast eftir að skapa þó ekki væri nema örlitla íhugun í frjóum heilabúum nemenda. Í grein dagsins fjallar Valgerður Halldórsdóttir um nýlega herferð Femínistafélags Háskóla Íslands og sorgleg viðbrögð við henni: ,,Í Lögbergi voru veggspjöldin komin niður innan tveggja daga og í öðrum húsum Háskólans hafa fjölmargar miður fallegar athugasemdir verið skrifuð eða límd á veggspjöldin. Í VR-II, þar sem ég stunda nám, var búið að eiga við meirihluti veggspjaldanna stuttu eftir að þau voru hengd upp. Krotað hefur verið á þau setningar eins og Femínistafélagið aka feitar konur að væla, Lessur og fleiri í þeim dúr.
Já, er í tísku að hata femínista?
![]() |
Vantar alls staðar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2008 | 09:56
Að pissa upp í vindinn
Síðustu vikur hefur dregið til tíðinda í Evrópuumræðunni, en þó er eins og sumir andstæðingar Evrópusambandsaðildar þori ekki að taka umræðuna á málefnalegum grundvelli. Í grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um ýmis ómálefnaheit sem fylgja umræðunni um Evrópusambandið, en í greininni segir meðal annars: ,,Mánudaginn 3. mars sendu ungir frjálslyndir frá sér ályktun þar sem þeir byrja á að vitna í 86. grein almennra hegningarlaga. Einhverra hluta vegna telja ungir frjálslyndir sig þurfa að byrja á því að taka það fram að landráðsmenn teljist þeir sem með svikum reyni að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð. Ekki kemur fram hver sé að reyna að svíkja Ísland inn í ESB, en það hlýtur að vera skoðun ungra frjálslyndra miðað við það samhengi sem þessi tilvitnun í hegningarlög er sett í.
Já! Ég vil lesa meira um ómálefnalegheit, landráðamenn og evrópuandstæðinga...
5.3.2008 | 11:06
Einkavæðing: Frelsi eða ófrelsi?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006