Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ókeypis strætó – og hvað svo?

straetoEr alltaf eftirspurn eftir því sem er ókeypis? Í grein dagsins skoðar Helga Tryggvadóttir grænt skref sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, að gera strætó gjaldfrjálsan: „Frumkvæði borgaryfirvalda í Reykjavík um að frítt verði í strætó fyrir námsmenn er gleðilegt, og ekki í takt við aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi strætó síðan nýr meirihluti tók við völdum í borginni fyrir rúmu ári síðan. Þær hafa flestar miðað að því að skerða þjónustuna, tíðari ferðir stofnleiða á álagstímum voru felldar niður og strætisvagnar á leið hafa einungis gengið á hálftíma fresti í allt sumar.

Auðvitað viltu lesa meira um strætóana hans Gísla Marteins!


Við lærum öll af reynslunni

Mouse_FinalMennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og er það vel. Við hugsum um hlutina á fjölbreyttan hátt og nálgumst málin út frá ólíkum viðhorfum. Það sem blasir við einum eru öðrum hulið. Það er einmitt þessi fjölbreytileiki sem gerir mannlífið eins áhugavert og það er. Lára Jónasdóttir vildi fjalla um þennan fjölbreytileika með nokkrum áhugaverðum dæmisögum í þessum miðvikudagspistli sínum. „Reynum að hafa opin huga fyrir því hvað það er gott að allir sjá hlutina ekki frá sama sjónarhorni, því ef svo væri kæmu aldrei fram neinar frumlegar hugmyndir.”

 

Auðvitað vil ég lesa meira um fjölbreytileika, mýs og landakort!


Spurning um áræði og metnað

oryggisradunMikið hefur verið rætt um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna undanfarið, vegna framboðs Íslands til ráðsins. Í grein dagsins ræðir Örlygur Hnefill Örlygsson um hlutverk Öryggisráðsins og möguleika Íslendinga á að ná kjöri. “Framboð sem þetta er ekki gróðaleið. Það verður okkur kostnaðarsamt, en ég lít svo á að þarna séum við bæði að stimpla okkur inn sem ríki sem tekur afstöðu í alþjóðamálum og einnig að axla okkar ábyrgð í samfélagi þjóða.”

Lesa meira um Ísland og Öryggisráðið...


Rambópólitík

rambo_lVerða allar þjóðir að haga seglum eftir vindi, stinga hvor aðra í bakið eftir að hafa snúið þeim saman daginn áður? Í grein dagsins veltir Pétur Ólafsson þeirri spurningu fyrir sér og notfærir sér meðal annars speki John Rambo, sérsveitarmanns, til að svara henni. Í greininni segir meðal annars: ,,Í myndinni ræðir Rambó við áhorfandann um að það sé ekki hægt að vinna stríð gegn Afgönum, þjóðin sé of stolt til að hægt sé að vaða svona yfir hana líkt og Rússar ætluðu sér. Í myndinni bregður Rambó sér í hlutverk prédikara og segir við rússneska stríðsherrann; you can´t win this war, this is your Vietnam war.”

Auðvitað vilja allir lesa meira um Rambo, Rumsfeld og Saddam!


Kjarnorkan og framtíðin

360px-Enola-Gay-enlisted-flight-crewÍ gær var þess minnst 62 ár voru liðin frá kjarnorkuárásinni á Nagasaki.  Um allan heim voru athafnir til minningar um þá árás og hittust íslenskir friðarsinnar við tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri. Þegar að Enola Gay varpaði Little Boy á Hiroshima þann 6. ágúst 2007 breyttist heimsmynd manna varanlega. Aldrei fyrr hafði mannkynið ráðið yfir vopni með öðrum eins eyðingarmætti. Í tilefni af þessum atburðum vildi Snorri Sigurðsson fjalla lauslega um kjarnorkuna og þróun hennar. „Þessu fylgdi mikill ótti og kjarnorkuváin varð lykilþáttur í hinu órólega pólítíska landslagi sem fylgdi lokum heimsstyrjaldarinnar og leiddi til kalda stríðsins sem heltók heimsbyggðína næstu áratugina. Enn þann dag í dag svífur óttinn við gereyðingarmátt kjarnorkuvopna yfir vötnum og veldur eilífri tortyggni í samskiptum þeirra þjóða sem búa yfir slíkum vopnabúnaði.”

Ég vil að sjálfsögðu lesa meira um Enolu Gay og kjarnorkusprengjur...


mbl.is Hörmunga minnst við Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eniga meniga - og allir röfla um peninga

piggy_bank.JPGÍslenskir námsmenn ættu auðvitað aldrei að borða neitt annað en makkarónur með tómatsósu ef þeir ætla að hafa það af fjárhagslega eða hvað? Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir verður skiptinemi við Háskóla Íslands í ár og er ein þeirra sem farin er að þjást af krónískri kvíðaröskun vegna leiguverðsins og annars. Í pistli dagsins skrifar hún um hvernig Íslendingar og Svíar hugsa hlutina mismunandi og kemur að lokum með hugmynd fyrir LÍN. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að sjaldnast hafði ég nokkra hugmynd um hversu mikinn – eða öllu heldur lítinn pening ég átti, eitthvað sem að vissu leyti gat auðvitað skrifast á kæruleysi, eða í versta falli dómgreindarleysi undirritaðrar þegar kemur að fjármálum, en að vissu leyti líka á „íslensku leiðina“, góðan kokteil af tilboðum frá bönkunum sem þrá að við skuldum og hinu klassíska „þetta reddast.“

Súkkadí púkkadí - kaupa meira fínerí...


Heima um versló

180px-dsc04379.jpgVerslunarmannahelginni var að ljúka og þúsundir Íslendinga eru á leiðinni til síns heima. Undanfarna áratugi hefur þessi fyrsta helgi ágústmánaðar verið stærsta ferðahelgi ársins, en af fréttaflutningi fjölmiðla má ráða að óvenju margir hafi ákveðið að sitja heima þetta árið. Hún Gró Einarsdóttir er ein þeirra sem sat heima og því vildi hún endilega fjalla aðeins um þessa séríslensku fylleríshelgi og af hverju hún er ekki eins vinsæl og fyrrum. „Núna loksins þegar ég má fara finnst mér það bara ekkert spennandi. Það er eins og allur ljóminn og öll spennan hafi bara lekið úr þessu og eftir situr ekkert nema kaldur veruleikinn. Bleyta, bjór, kuldi, æla, slef og hálfur kexpakki. Núna, 19 ára að aldri, finnst mér ég bara vera orðin of gömul fyrir þetta.”

Varst þú kannski líka heima um helgina?


Góða helgi

solRitstjórn Vefritsins óskar gleðilegrar verslunarmannahelgar. Þeim sem voru á Húkkaraballi í gær er þakkað fyrir síðast, enda voru Vefritspennar eins og þeir leggja sig, að sjálfsögðu þar. Líklega þarf að hafa í huga hið fornkveðna um helgina, að ganga hægt um gleðinnar dyr -en þó ekki allt of hægt. Það sama á við í umferðinni. Og látið eiturlyf og ofbeldi víkja fyrir gítar og gleði. Þá eru tónlistarmenn á þjóðhátíðum minntir á að fara varlega í kringum þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Og ef þið eruð undir fimmtugu, umfram allt munið að tjalda ekki.

 

Ég vil lesa helgarkveðju!


Bjargvættir Íslands… í gúrkutíð

bjarga1.jpgJá, það er gúrkutíð og það veit Hrafn Stefánsson eins og aðrir sem hafa tjáð sig um þetta óvænta og ófyrirséða fréttaleysi í sumar. ,,Þetta sumar hefur þó verið sérstakt að því leiti að það hefur komið hingað hópur af fólki til að bjarga okkur frá gúrkunni. Þetta eru samtökin “Saving Iceland” en með aðgerðum þeirra og ummælum í sumar hefur skapast heilmikil vinna fyrir sumarafleysingarfólk fjölmiðlanna. Þannig er fréttatíminn orðinn að einskonar spennuþætti þar sem farið er yfir nýjustu afrek og afbrot bjargvættanna. En hvað eru þessi samtök að gera og hverju er barátta þeirra að skila,“ spyr Hrafn í grein dagsins. 

Hvað finnst þér um Saving Iceland?

 


The Assault on Reason

1594201226Nýlega gaf fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, út bókina ,,The Assault on Reason”. Í grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um bókina og segir meðal annars: ,,Kjarni bókarinnar er þó viðameiri en einungis gagnrýni á Bush og félaga. Gore lýsir áhyggjum sínum af þróun lýðræðisins – hvernig hinn almenni borgari í Bandaríkjunum lætur sig varða meira svefnleysi Paris Hilton en hverjir fara með almannavald og umfram allt, hvernig. Viðbrögð almennings, eða öllu heldur viðbragðsleysi, við pyntingum bandarískra hermanna á saklausu fólki í Abu Ghraib telur hann vera gott dæmi um andvaraleysi þjóðarinnar gagnvart umhverfi sínu og framtíð.”

Auðvitað vil ég lesa meira um Al Gore og þau vandamál sem Bandaríkjamenn standa frammi fyrir...


« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband