Tími risaeðlanna ætti að vera löngu liðinn

Átök milli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, í umræðum um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina hafa vakið mikla athygli. Ásþór Sævar Ásþórsson ræðir í grein dagsins hegðun risaeðlanna í íslenskum stjórnmálum: „Stjórnmálaumræða milli þessara risaeðla hefur oft einkennst af miklum sleggjum, stundum kímni, en oftast reiði út í hvorn annan sem birtist stundum í ómálefnalegum tilburðum. Auk dæmisins hérna að ofan má nefna atvikið snemma á síðasta áratug þar sem stjórnarandsæðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson lýsti Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, nánast sem holdgervingi skítlegs eðlis og atvikið þar sem Davíð Oddson kallaði Samfylkinguna „afturhalds-kommatittsflokk“.

Lesa meira um Davíð, Steingrím, Ólaf Ragnar og fleiri risaeðlur.


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

"... að íslensk stjórnmálaumræða einkennist enn af þessu meini"

Eitt dæmi á þessu þingi, í allri þeirri upplausn verið hefur í þjóðfélaginu, réttlætir ekki það að segja að stjórnmálaumræðan einkennist af þessu. Þetta er bara undantekning en ekki einkenni. Og varla er heldur að tala um mein.

Vissulega eiga menn að viðhafa almenna mannasiði og sýna kurteisi. Ég myndi frekar hafa áhyggjur af nýliðunum. Að það skorti unga kröftuga stjórnmálamenn og konur, sem láta til sín taka. Ekki síst í ræðustól.

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tek undir þessa gagnrýni á skort á mannasiðum. Tel að Steingrímur og Ögmundur hafi skotið sig í fótinn með fram í köllum og reiði. Með framkomu þeirra datt botninn úr kröfunni um kosningar í bili. Það er hægt að "láta til sín taka" með öðrum hætti en að umverpast í einhver reið skrímsli. Það er líka hægt að sannfæra okkur um að ræðumaður viti um góða leið út úr vanda á sjarmerandi og útgeislandi hátt. Þetta hljómar væmið af því að við erum föst í gífuryrðum og sankassaleik.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.12.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband