"Þeir eru að berja samlanda sína!"

loggur.jpgÆtli þjóðernishyggja og útlendingahatur tengist órjúfanlegum böndum? Stefán Bogi Sveinsson skoðar hugtökin nánar : “En spurningin hlýtur að vera sú, hvernig maður greinir í sundur þá sem telja sig hafa heilbrigðan og eðlilegan áhuga á viðgangi þjóðar sinnar og þjóðlegra gilda og svo þeirra sem aðhyllast skoðanir í sama anda og þær sem hafa kallað mestu hörmungar 20. aldar yfir íbúa Evrópu.”

 

Lesa meira um þjóðir og hyggjur ...


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef ég skil grein þína á vefritinu rétt, þá finnst þér hallærislegt og þjóðrembingslegt að ungi maðurinn hafi hrópað "Þeir eru að berja samlanda sína" í skelfingu og vantrú.

en ég er sammála honum, og fyrir því eru aðrar ástæður en að ég telji íslendinga betri en aðra.  við erum öll tengd ættarböndum, óeirðalögreglan var að gasa og lemja frændur sínar og frænkur, við erum einnig sem samfélag andstætt harðræði í valdbeigingu, viljum frekar fortölur og lágmörkun á ofbeldi,

Myndin þín af indverskum (?) lögreglumönnum sýnir hin nýju ættartengsl, sem þú væntanlega telur þig tilheyra (kanski bróðir í musterinu?), þeir skarta skákmynstrinu, og svarta alræðislitnum.  ef þeir hefðu verið staddir hér á landi, hefðu þeir kanski slegist í hópinn með bræðrum sínum í íslensku óeirðalögreglunni upp við rauðavatn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Já, kannski finnst mér það dálítið hallærislegt að hrópa þetta og skrýtið líka, því hefði það verið betra ef um útlendinga hefði verið að ræða öðru hvoru megin við línuna? Það er hins vegar orðavalið sem vekur athygli mína. Ef hann hefði sagt „meðborgara“ þá hefði þetta einhvern veginn horft allt öðruvísi við. En greinin snýst nú reyndar fyrst og fremst um að reyna að skilja þjóðernisviðhorf, ekki að gagnrýna þessa upphrópun.

Stefán Bogi Sveinsson, 28.4.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Er samlandi skilgreindur við uppruna þess sem býr á landinu?

Fyrir mér eru samlandar mínir allir þeir sem teljast Íslendingar, hvort sem þeir eru af erlendum uppruna eða frónskum. Þ.e. þeir sem eru komnir hingað til þess að taka þátt í íslensku samfélagi, læra málið og styðja lýðræðið hérlendis í stað þess að grafa undan því á einn máta eða annan.

 Mér þykir þetta hallærislegur útúrsnúningur af ykkar/þinni hálfu og enn ein lélega tilraunin til þess að snúa málunum á hvolf og í stað þess að ræða málin af þeirri alvöru sem þarf að væna menn um misgóðar skoðanir.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.4.2008 kl. 10:35

4 identicon

Ok númer eitt. Það var engin lamin. Þeir ógnuðu með kylfunum og beitu piparúða. piparúði er ekki táragas það er mun öflugra. Hvap hefðuð þið gert? það var reynt að tala við menn það virkaði ekki. piparúði er það mildasta sem hægt er að nota við svona aðstæður held ég. Enn ég spyr hvað hefðuð þið gert ef þið hefðuð verið yfirmenn á vetvangi?

óskar (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:56

5 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Það getur vel verið að samlandi megi skilgreinast á einhvern annan hátt en mér hættir til að gera. Ég skal alveg taka það á mig. En ég vil minna á það að greinin sjálf er ekki sérstök gagnrýni á orðin, heldur urðu þau mér kveikja umhugsunar um inntak og eðli þjóðernisstefnu. Það eru kannski fyrri ummæli og yfirlýsingar þessa manns sem ráða því frekar en orðin sjálf. Ég ætla mér ekkert að gera honum upp meiningar með þessum orðum þó ég varpi fram spurningum sem tengjast þeim.

Stefán Bogi Sveinsson, 28.4.2008 kl. 13:40

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þannig að það að nota þessi orð sem inntak í greinina sem fjallar að miklu leiti um dekkri hliðar þjóðernishyggju er í rauninni frekar lélegt tilraun til svertingar persónu Viðars og algjör popúlismi að nota sér þennan frasa frekar en eitthvað sem skiptir meira máli sbr. þann grasserandi rasisma sem er á Íslandi í dag vegna lélegrar stjórnunar í innflytjendamálum.

Ég leyfi mér að efast um að þú myndir kalla Fidel Castro þjóðernissinna þó hann endi flestar, ef ekki allar, sínar ræður á 'Patria o' muerte - venceremos' sem útleggst á Íslensku 'Föðurland eða dauði - við munum sigra'

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.4.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband