Fæst friður með aðskildum ríkjum Ísraels og Palestínu? – seinni hluti

Friður milli Ísraela og Palestínumanna virðist ekki enn í sjónmáli. Anna Tryggvadóttir ræddi í grein á Vefritinu í gær tveggja ríkja lausn deilunnar, sem er viðurkennt markmið alþjóðasamfélagsins og þar á meðal Íslendinga. Í grein dagsins fjallar Anna um aðra nálgun að því að koma á friði, hugmyndina um eitt ríki araba og gyðinga sem næði yfir allt umdeilda svæðið: „Grunnhugmyndin er sú að allir íbúar svæðisins fái jafnan rétt í sameinuðu ríki sem muni ekki vera byggt á trúarskoðunum.“ Lesa »

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vísa í athugasemdir mínar við fyrri færslu! Góð bloggsíða!..

Óskar Arnórsson, 13.3.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Anna Tryggvadóttir talar um að menntamenn í Evrópu telji hugmyndina um eitt ríki Ísrael/Palestína ekki afleita. Hvaða menntamenn ætli það séu?

Meðan meginþorra Palestínumanna er stjórnað af íslamístískum hryðjuverkahópi, sem hefur að markmiði að koma gyðingum fyrir kattarnef og gjörvallur heimur Íslams álítur al Quds (Jerúsalem) eitt af höfuðvígum Íslams, þá eru þessir menntamenn velkomnir í þann stóra bardaga sem væri óumflýjanlegur ef sameina ætti Ísraelsríki við trúar- og múgæsingarstjórnfyrirkomulag Palestínumanna.

Vissulega er þetta útópía, og maður verður að furða sig á því að alvarlega þenkjandi lögfræðinemi á Íslandi geti eytt tíma sínum í slíkar vangaveltur, nema hún stefni á störf í femínistaráðuneyti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. En femínistar eru nú ekki þekktir fyrir að leysa málin betur en aðrir. 

Greinar þær sem Anna vitnar í eru frá 2003 og 2004. Það er gamalt efni.

Svo er greinin alls ekki nægilega hlutlaus. Af hverju ættu gyðingalandnemar að vera aðalvandamálið, eins og Anna setur þetta upp? Landnemar eru ekki velkomnir á svæðum Palestínumanna. Hvað fær fólk til að halda að gyðingar séu velkomnir nágrannar Palestínumanna í sameiginlegu ríki, þegar Palestínumenn trúa því að gyðingar séu apar og svín.

Sveinn, hér á undan, vill afnema trúarbrögð. Það verður ekki gert á þessu svæði. Það getur verið að sumir menntamenn í Evrópu, sem sjá sameiginlegt ríki Ísraels og Palestínu séu búnir að afnema trúarbrögð. En ég er viss um að þegar þeir liggja einir og yfirgefnir á dauðabeðinu, með sjúkraliða sem ekki geta sagt annað en já og nei, þá fara bænirnar að heyrast. Ef þeir eru þá ekki orðnir enn ruglaðri en þegar þeir voru þegar þeir stungu upp á útópíu við botn Miðjarðarhafs.

Það eru ekki trúarbrögð sem eru aðalvandamálið, heldur öfgar í trúarbrögðum í bland við að sumir Evrópumenn, og greinilega margir Íslendingar, sjá ekki að það eru fyrst og fremst Evrópumenn sem bera aðalábyrgðina á því hvernig mál hafa þróast við botn Miðjarðarhafs. Öfgar frelsaðra vinstrimanna í Evrópu í garð Bandaríkjanna og Ísraels er eins og bensín á eldinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.3.2008 kl. 05:50

3 Smámynd: Loopman

Það er með ólíkindum hvað þessi "Frelsum Palestínu" hópur er vinsæll. Þeir draumórar að það verði friður á meðan Ísrael er til, er einskonar útópísk hugsun. Trú, öfgamenn, svik og stríð eru ekki aðal atriðið, heldur er það krónískt gyðingahatur sem er orsökin. Hamas, Hizbollah, Hisp ut-Tahrir, The Muslim Brotherhood (stærstu samtök múslima í heiminum) og fleir slík, hafa í sinni stefnuskrá að gyðingum skuli eytt. Það er heilög skylda hvers sanns múslima að drepa ísraelsmenn og útrýma ríki þeirra.

Þegar Arafat fékk Nóbelinn var ekki meir alvara en það, en Intifata uppreisnin hófst þá, um leið og hann helt ræðu sína í Stokkhólmi. Þegar bæði gyðingar og palestínumenn ásamt alþjóðasamfélaginu var búið að semja frið. 97% lands átti að skila samkvæmt þeim samningi. En því miður var það eyðilagt af palestínumönnum.

Þessi samtök Ísland-Palestína og stuðningsmenn þeirra sjá bara eina hlið á málinu, þá hlið sem þeir vilja sjá, þann sannleik sem þeir vilja sjá. Ég er hlutlaus hvað þetta varðar, og mikill friðarsinni. Ég varð friðarsinni þegar ég gerðist sérfræðingur um alþjóða hryðjuverkastarfsemi. Og það er sorglegt að sjá hóp vel menntaðs fólks sem virkar skynsamt og heilbrigt breytast í einhverja friðarpostula og styðja svo hatur, hryðjuverk og ömurlegheit. 

Loopman

Loopman, 14.3.2008 kl. 08:22

4 identicon

Ég fagna skoðanaskiptum um greinina mína sem hér er að finna.  Aftur á móti hef ég eina litla athugasemd við orð Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar þar sem hann gagnrýnir heimildanotkun mína, þá sérstaklega að þær séu gamlar og þar af leiðandi úr sér gengnar.  Þessi gagnrýni byggjast að vissu leyti á mistökum sem ég gerði sjálf við vinnslu greinarinnar. Þar á ég, nánar tiltekið, við uppruna greinar Kathleen Christison, One and Two State Solutions: The Myth of International Consensus. Hún birtist 24. janúar 2008 á vef tímaritsins Counterpunch, http://www.counterpunch.org/christison01242008.html. Ég hef beðið ritstjórn Vefritsins að leiðrétta þessi mistök mín.  Ástæða þess að ég valdi að vitna í grein Tony Judt er sú að mér sýndist, á ferð minni um veraldarvefinn og við lestur bóka sem hafa verið skrifaðar um efnið, að sú grein hafi oft verið notuð sem grundvallartexti um sameiginlegt ríki gyðinga og araba. Greinin er vissulega frá 2003 og reyni ég ekki að fela það á nokkurn hátt í skrifum mínum. Ég hafna því þó að aldur greinarinnar dragi úr gildi hennar, enda tel ég ekki að grundvallarmunur hafi orðið á aðstöðunni fyrir botni Miðjarðarhafs síðan þá, og þeir sem síðan hafa skrifað um efnið og vitnað í Judt virðast vera á sama máli.  Þriðja greinin, frá 2004, þótti mér áhugavert að nota ekki síst vegna þess að höfundur hennar, Dr. Gary Sussman, er Suður-Afrískur gyðingur sem er búsettur í Ísrael. Hann starfar sem varaforseti samskiptasviðs (e. vice president of external relations) háskólans í Tel Aviv. Skoðun hans var þannig tilraun til sýna fram á sameiginlegt ríki gyðinga og araba er ekki einkamál Palestínumanna, heldur á sér líka málsvara á mikilsmetnum stöðum innan Ísraelsríkis og meðal gyðinga. Sussman endurbirti einnig greinina sína, sem ég nota sem heimild, í ritinu „Oslo to Intifada“ (Stanford University Press, 2006), svo ekki virðist heldur sem hann telji skoðun sína úrelta tveimur árum eftir að greinin birtist í fyrsta skipti.  

Ennfremur bendi ég Vilhjálmi á að orð mín um vaxandi fylgni við þessa kenningu hjá vestrænum menntamönnum sæki ég í grein Kathleen Christison sem ég hvet hann til að kynna sér. Þar fjallar hún meðal annars um að „small but growing core of scholars and activists“ aðhyllist þessa kenninguna. Einn fremur vísar hún í fleiri greinar og bækur sem hafa birst um efnið á undanförnum árum: „Virginia Tilley raised the idea in her 2005 book The One-State Solution. Ali Abunimah continued the discussion with One Country the following year, and Joel Kovel contributed Overcoming Zionism in 2007. In the last few years, numerous articles, international conferences, and debates between advocates and opponents of one state, largely in Europe and Israel, have addressed the possibilities.“

Anna Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband